Kvöl og pína
föstudagur, september 28, 2007
Ég þori að fullvissa mig um það að kvöl og pína hvers bloggara sé að líta yfir farinn og veg og lesa gamlar færslur eftir sig sjálfan, eflaust ekki ósvipað og að rekast á gamlar fermingamyndir af sér inn í geymslu.
En þar sem það er ekkert mál að rífa gömlu fermingamyndirnar og henda (eða jafnvel brenna) er það aftur á móti ekki eins farið með gömlu færslurnar þar sem þær liggja á netinu.
Málið er að allar gömlu færslurnar voru eiginlega horfnar, en mér tókst að endurheimta þær eftir smávægilega aðgerð.
Svo núna er ég búinn að vera að renna í gegnum þetta, brosandi út í annað en þess á milli með hroðalegan aumingjahroll því margt hefur breyst á tæpum 4 árum.
Langar að búa til smá lista með hinum og þessum færslum
Átti í löngu samtali við Gunnar Óla vin minn, m.a. um hvað við höfðum eiginlega verið að gera í FB, held að ég sé kominn með svarið við því
Skelfilegasta tímabil lífs míns, tók þá fáranlegu ákvörðun að vinna í heilan mánuð án þess að taka mér eitt einasta frí, 12 tímavinnudagur á frekar leiðinlegum vinnustað, útborgun: c.a. 200þús.
Skemmtileg færsla en botninn á henni er hörmung, langar mikið að stroka hann út..
Þegar Hannes flutti heim frá fjölskyldu sinni í Svíþjóð og tók við nýja húsinu þeirra algerlega strípuðu að innan héldum við party þar í viku.
Ohh, og tímabilið þar sem við félagarnir fengum þá hugmynd að fara stunda sólbaðsstofur
Það leið ekki sá mánuður án þess að Óli klessti á og ég tók þ.a.l. snemma upp á því að rissa upp skýringamyndir af aðstæðum árekstursins og pósta á bloggið auk frásagnarinnar einnig hér og örugglega mun fleiri
Áður en ég frelaðist og skipti yfir í betra liðið
Byrjunin á ferð sem gleymist seint
Enn ein vísbendingin á því hvað maður gerði á framhaldskólaárunum