Brullup og Óvissuferð
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Fórum beint eftir vinnu á föstudaginn og keyrðum til Húsavíkur í Brúðkaup Helgu og Billa sem var á laugardaginn. Yndisleg ferð sem hefði alveg mátt vera lengri. Svo á þriðjudaginn bauð Björg mér í óvissuferð. Enduðum á Þingvöllum þar sem okkar beið karfa í Almannagjá ásamt kampavíni og öllu tilheyrandi. Hún hafði svo verslað tjald (sem við höfðum verið að skoða fyrir skömmu síðan) svo við tjölduðum í rjóðri og höfðum það ótrúlega gott.
Myndirnar má svo nálgast hér með því að smella á hlekkinn fyrir neðan myndina.
![]() |
From Brúðkaup Helg... |
Miðnætursólsetur
laugardagur, júlí 05, 2008