Skandinavíublús
fimmtudagur, apríl 10, 2008
Þá er allt klappað og klárt, við búin að ganga frá Hosteli í Kóngsins og miðarnir komnir í hús. Björg fer út í kringum 20. júlí og ég kem svo 25.
Verst að systir mín og fjölskylda verða ekki í Lundinum svo það verður að finna betri dagsetningu fyrir þá heimsókn.
Annars ætlum við bara að reyna hafa það sem best. Enda að verða tvö ár síðan ég fór af Klakanum enda löngu kominn tími til.
Annars fórum við feðgar á Cosí fan tutte í gær og horfðum á mína. Skemmtum okkur konunglega fyrir utan hitann á efri hæð óperunnar sem var orðinn óbærilegur eftir hlé.
Svo í kvöld verður það grillaðar kjúklingabringur og kannski smá kaldur með.
Skólastatus
föstudagur, apríl 04, 2008
Kláraði seinasta verkefnið mitt rétt áðan, sem var reyndar tímapróf.
Þá er allt klappað og klárt hvað varðar vinnueinkunnir og tvær lokaeinkunnir þessa önnina svo ekkert annað að gera en að hefjast handa við að stúdera fyrir lokaprófin.
Mikið svakalega hlakka ég til að komast í sumarfrí, eða nei.. byrja auðvitað strax að vinnhttp://www.blogger.com/img/gl.link.gifa.
Jæja, þá sumarsins sem inniheldur m.a. þrjár utanlandsferðir og vonandi einhverra ferða út á land, þar sem við Björg erum staðráðin að ferðast til eftirfarandi staða (listinn er ekki tæmandi):
1. Melrakkaslétta
2. Vestfirðir
3. ??
æ man svo ekki meira (var alveg viss um að ég mundi þetta allt, leyfi henni bara að bæta við í kommentakerfinu eða jafnvel á sinni síðu.)
Annars er það Goldfrapp sem ætlar að koma mér í gegnum próflesturinn næstu tvær vikurnar. Með þessari plötu hér:
Stórslys
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Váá hvað ég væri ekki til í að vera um borð í þessari rútu..
Hlekkur á myndband
Þetta er aprílgabb með mjög svo nördalegu móti, kallast Rickroll og felst í í því að láta sem maður hefur undir höndum video á youtube af einhverju merkilegu en svo kemur á daginn að um er að ræða myndbandið Never gonna give you up með Rick Astley. Endilega að lesa um þetta hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rickrolling