Næturvaktin
laugardagur, febrúar 09, 2008
Ég hreinlega dýrka Næturvakt Rásar tvö, liggur við að ég fari fram á við kennarann hennar Bjargar, sem sér um Podcast(Hlaðvarp) RÚV um að setja þetta þangað inn. Þvílíkir gullmolar sem þarna er hægt að finna, varla hægt að komast hjá því að hlægja a.m.k. aðeins í hvert skiptið sem maður leggur við hlustir.
Ekkert sem jafnast á við það að heyra gamalt lið á 5. bjór hringja inn rétt eins og það gerði seinustu helgi og helgina þar á undan senda kveðjur til sama liðs og seinast og hampa svo Guðna Má í hvívetna, og biðja svo að lokum um óskalag, sem það bara man ómögulega hvað heitir og byrjar að raula „she dance, she dance.."
Náunginn sem hringir í hvert einasta skiptið í þáttinn og fer með kveðjur í c.a. 3 mín sem hann les af blaði, m.a. til áhafnarinnar á togaranum Hallbirni og einhverjum fleiri hefur samt klárlega vinninginn !