Ferðasagan
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Komum heim eftir strangt ferðalag á aðfaranótt sunnudags, mamma bauð okkur ferðalöngunum að koma við í T34 og gista þar. Svo við vorum ekki lengi að taka beygjuna upp að Rauðavatni enda rúmið í Skipholtinu uppfullt af fötum frá fimmtudeginum síðan ég hafði verið að reyna pakka niður.
Mér tókst með ótrúlegum hætti að gleyma jakkafötunum áður en lagt var í hann norður og svo að gleyma fartölvu/skólatöskunni minni fyrir norðan á Húsavík þegar við fórum í skyndingu suður eftir að hafa horft á veðurspána og flúið frá Húsavík.
Tókst þó að fá lánuð þessi fínu föt fyrir norðan (buxur númer 32 eða 30, á meðan ég nota buxur nr. 34 - 36). Sem ég tek auðvitað sem miklu hrósi, enda er bumban bersýnilega að hverfa smátt og smátt.