Draumavefarinn
fimmtudagur, desember 06, 2007
Missti mig aðeins í Dreamwaver í dag eins og sjá má hér á síðunni, enda ekki annað hægt þegar jólatiltektin byrjar.
Held að ég hafi náð að fækka kóðalínunum á síðunni úr 420 niður í 350 sem verður að teljast þónokkuð gott enda frameworkið mjög skorðað, búinn að nota það sama síðan 2002.
Annars kom það á daginn að við skötuhjúin verðum að vinna á gamlárskvöld, reyndar bara til 22 eða svo. Leggst svosum ágætlega í mig, aldrei unnið á þessum tíma áður og finnst hann heldur ekki svo heilagur, amk þar til að miðnættis.
Og fyrir þá sem eiga eftir að koma sé í rétta gírinn fyrir jólin, m.ö.o. koma sér í jólaskap þá mæli ég með Sufjan Stevens jólaplötunni. Þvílíkur hátíðarblær !