Uppfært myndaalbúm
miðvikudagur, desember 19, 2007
Hann Hannes efndi til veislu á laugardaginn var því það var kominn tími til að fagna nýju íbúðinni hans, hann var ekki lengi að snara fram þessari líka svakalegu Fajitasveislu. En lyktin var alveg eftir því á dansgólfum staðanna sem voru heimsóttir seinna um kvöldið, sem má þakka aðalega þessum manni hér.
Ég var auðvitað með vélina á lofti mest allt kvöldið að dúndra af myndum sem má skoða hér:
Letiblogg
þriðjudagur, desember 18, 2007
Þetta er mjög fyndið !
Þetta er ennþá fyndnara..
Jólafílingur
fimmtudagur, desember 13, 2007
Hélt ad þetta væri grín þegar ég rakst á þetta sprey hér niðri í vinnu.
Jú, þetta er eitt stk jólalykt í brúsa !
Píanópróf
miðvikudagur, desember 12, 2007
Þreyti mitt fyrsta píanópróf eftir rúman hálftíma og er með svona nett stress í mér, þó ekkert á við það þegar ég spilaði á blokkflaututónleikunum 95' í Seljakirkju undir stjórn Eddu Borgar.
Draumavefarinn
fimmtudagur, desember 06, 2007
Missti mig aðeins í Dreamwaver í dag eins og sjá má hér á síðunni, enda ekki annað hægt þegar jólatiltektin byrjar.
Held að ég hafi náð að fækka kóðalínunum á síðunni úr 420 niður í 350 sem verður að teljast þónokkuð gott enda frameworkið mjög skorðað, búinn að nota það sama síðan 2002.
Annars kom það á daginn að við skötuhjúin verðum að vinna á gamlárskvöld, reyndar bara til 22 eða svo. Leggst svosum ágætlega í mig, aldrei unnið á þessum tíma áður og finnst hann heldur ekki svo heilagur, amk þar til að miðnættis.
Og fyrir þá sem eiga eftir að koma sé í rétta gírinn fyrir jólin, m.ö.o. koma sér í jólaskap þá mæli ég með Sufjan Stevens jólaplötunni. Þvílíkur hátíðarblær !
A, B, C...
þriðjudagur, desember 04, 2007
Er eitthvað voðalega latur við að pósta þessa dagana. En..
A) Ég er næstum því alfarið búinn að færa mig yfir á Flickr-ið með bloggið, eða þ.e. myndabloggið. Ótrúlega gaman að vera kominn með síma sem er með öflugri myndavél og almennilegu flash-i -> Endilega að skoða það hér. Mun auðveldara, enda mun minni "kreistingur" sem fer í það að finna eitthvað til þess að skrifa um.
B) Mæli með að allir fari á þessa síðu hér, skoði hverjar fara með bakraddir og hlusti svo á lagið. Reyni svo að fylgjast með næstkomandi Kastljós - þáttum þar sem lagið verður frumflutt.
C) Allir þeir sem hafa áhuga á skáldskap og almennum húmor geta svo snarað sér á þessa síðu sem ég bjó til í kringum vísbendingarnar sem notaðar voru í afmælispakkaratleik þegar Björg átti afmæli. Mjög mikil pressa var kominn á mig um að senda þessar vísur í tölvupósti, og því ákvað ég barasta að fikta í iweb í staðinn, sem er skrambi flott forrit.