Stutt og laggott
laugardagur, október 20, 2007
Átti ansi erfitt með að koma mér af stað í dag þrátt fyrir að hafa vaknað kl 08 og keyrt Björgu mína í vinnuna, sökudólgurinn er nýja tölvan mín sem ég hef ekki fengið aaalveg nóg af að fikta í.
Margt sem á eftir að setja upp og þá helst að getað tengst henni neðan úr skóla (ekki spyrja mig hversvegna), stetja upp á hana hina og þessa pakka s.s. Office, Parallels, WinXP ofl.
Skrifborðið mitt var draumi líkast í allan gærdag eftir að sú nýja var komin á borðið. Smelli inn mynd af "setup - inu" hingað bráðlega.
Jæja, þá er að reyna læra sitthvað, ha ? Ræsa intellij ? Ekki nema 1 sec..