Mikið gaman, mikið grín...
föstudagur, september 14, 2007
Búið að vera allt brjálað að gera í skólanum hjá mér upp á síðkastið, 3 verkefnaskil í kringum helgina og ég búinn að vera út í skóla til kl 23 - 00 á kvöldin síðan á mánudag.
Annars hef ég verið að spá í því upp á síðakastið að hoppa yfir í kerfisfræði, þ.e. að segja þetta gott með lokaverkefni áramótin 08 - 09. En það kemur allt í ljós. Kannski um stutt stundarleiðindi að ræða ?
Björg fer svo út til Kína á þriðjudaginn, þ.a.l. þarf ég að fara lifa á pylsum, örbylgjupístum og láta bjóða mér í mat í rúmar 2 vikur..
Myndirnar frá laugardagskvöldinu fara að detta inn, eða um leið og ég finn einhverja stutta tímaaflögu. Grunar samt að kvöldið í kvöld komi vel til greina.
Og meðan ég man, þá er ekki langt í orkubókina mína !