Miðbæjarrottan
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Að búa niðrí bæ er yndislegt !
Eiginlega einum of yndislegt því það er auðvitað stutt á barinn, þ.a.l. er ég núna á öðrum bjór á Barnum að hanga í tölvunni þegar ég ætti helst að vera gera húsið tilbúið til "skilunar".
Erum búin að labba í vinnuna undanfarna viku því hún er ekki nema hálfum Laugavegi neðar.
Förinni er svo heitið í Hlaðhamrana að passa að yngstu meðlimir fjölskyldunnar fari sér ekki að voða auk þess að sjá um að elda ofan í þá o.s.f.v.
Svo er aðeins vika eftir af vinnunni en við náðum að ráða okkur í aðra vinnu út ágúst auk þess að geta gripið til hennar með skóla í haust.
Svo er það bara Siglufjörður um verslunarmannahelgina sem fer ekki aðeins í það að skella sér á ball með "Fílapenslunum" heldur að kveðja systur mína, mág og tvær sætustu frænkur mínar sem öll eru á leið til Svíþjóðar í miðjum ágúst.