Og það er gaamaan
þriðjudagur, maí 29, 2007
Nú er ansi glatt á hjalla heima í Torfufellinu, pabbi fékk kaupæði í BNA og gerði sér lítið fyrir og verslaði eitt stk Canon EOS 30D og Airport Express og iPod fyrir mig. Mikið gaman, mikið grín !
Skellti mér ásamt fjölskyldu í fermingu Sindra frænda á Siglufjörð, en auðvitað varð maður að láta sjá sig í Suðurgötu 47 fyrir veisluna og smella einum á þá Gömlu, en þar lenti maður að sjálfsögðu í soðbrauði og með ' í. Svo maður var heldur þungur eftir veisluna.
Allinn var svo sóttur heim þar sem ég stóðst ekki mátið og splæsti í Hot Shot handa okkur Vilborgu frænku, enda hefð fyrir því þegar gengið er inn á Allann. Fékk svo draum minn uppfylltan þegar mér var boðið í ekta siglfirskt party, sem var kannski ekki eins skemmtilegt og ég hafði ímyndað mér.