miðvikudagur, janúar 03, 2007
Áramót
Langar að búa til lista eða annál. En er einhvernveginn ekki í stuði. Sem og það myndi taka of mikinn tíma, sem ég hef ekki og langar að verja í eitthvað annað en að búa til árslista, músíkalskann eða bara almennan.
En ég ætla að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.
Ég skammast mín hreinlega fyrir að hafa ekki verið duglegri við að taka myndir af hinum og þessum uppákomum yfir hátíðarnar. Ætlaði að taka vélina með mér í áramótaparty en klikkaði á því og gleymdi henni út í bíl.
En ég náði að taka myndir af því sem ég tróð ofan í mig á gamlárs...