mánudagur, nóvember 13, 2006
Status Report
Klukkan fer að renna í 0300 að nóttu og ég er að læra undir próf í forritun sem er kl 0900 í fyrramálið, búinn að taka rúma viku í að læra undir það en finnst eins og ég hafi ekki komist yfir allt efnið.
Einhverntíma talaði ég um það að ég gæti ekki lært án lokuðu Sennheiser heddfónanna minna og fartölvu/ipod sem innber amk 20GB af tónlist, en þar hefur orðið breyting á, uppgvötaði eyrnatappana um daginn þegar ég var staddur inn á bókasafni.
Einbeitingin gríðarleg.
Er að hugsa um að segja þetta gott af lestri, sofna með krosslaggða fingur og vona það besta.
Svo.. ef þú ert ennþá á vappi núna og lest þetta þá máttu endilega bjalla í mig í fyrramálið og kanna hvort ég sé ekki alveg örugglega kominn á fætur.