mánudagur, nóvember 27, 2006
Lokaverkefni
Er byrjaður í lokaverkefni þessarar annar, líst bara fjári vel á þetta allt saman, lenti í ágætis hóp það sem samanlagður aldur okkar nær ábyggilega vel að eða rétt yfir hundraðið.
Helgin var huggulegheit með öllu, ég kláraði prófin á föstudaginn, tók gott snatt um bæinn í leit að fullkominni afmælisgjöf handa minni sem hélt svo upp á það á laugardaginn. Um kvöldið var svo hið undursamlega Fimbulfamb dregið upp í húsakynum systur minnar, þar sem við spiluðum í rúma 4 tíma, gaman líka að segja frá því að þaðan rauk enginn út.
Sunnudagurinn tekinn svo bara í tjilli þar sem við Gunnar skelltum okkur í Hagkaup og létum Magna Supernova finna rækilega fyrir því í úlnliðnum við að gefa eiginhandaráritanir.
Kominn með eina einkunn á spjaldið..
7.0 í kerfisgreiningu !!