þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Hvernig er staðan ?
Og okkur var að bjóðast íbúð til leigu í febrúarbyrjun (downtown RVK).
Leggst undursamlega vel í mig, þó svo að það séu ágætislíkur á að við fáum inn hjá BN rétt eftir áramót. Íbúðin sem okkur bauðst er líka ódýrari, enda 3ja herbergja og miklu meira kósý, þar sem hún er undir súð.
En þar sem þetta er ekki alveg neglt, verður umsóknin ennþá á borði BN fram yfir áramót amk. Ófáar bílferðirnar sem farnar hafa verið í mibæinn, og ólíklegustu krókaleiðir sem maður tekur aðeins til þess að líta húsið augum og láta sig dreyma.
Aðeins eitt próf eftir hjá mér þar sem ég tek stærðfræðiprófið í sjúkrapróf.
Annars var hún nokkuð viðburðarík helgin, þessi líka rólegheitahópur sem við strákarnir myndum tvístraðist dálítið á laugardagskvöldið og það yfir fimbulfambi og kom til að menn ruku út í æsing.