laugardagur, júní 10, 2006
Það er byrjað!!\\\
Gerðum allt klárt í fyrradag, heljarinnar gaman og flott grill um kvöldið og gamli góði Laugarlandsfílingurinn lét ekki á sér standa. Tók dágóðan slatta af myndum sem ég smelli á myndasíðuna á næstunni.
Eftir að við sögðum þetta gott af Laugalandi og undirbúning í gær brunuðum við suður, þegar við vorum nýkomin í bæinn bjallaði Gunniol og Eyrún í mig og buðu okkur austur á Laugavatn í grill og heitan pott. Við létum slag standa, snérum við, komum við í Nóatúni, keyptum á grillið og spíttuðum á Laugavatn.
Rólegheitastemmning með vodkabollu og súkkulaðibanana ofan í potti.
Sváfum til hádegis, keyrðum Lyngdalsheiðina á Þingvelli og þaðan vestur í Kjós þar sem við færðum Maríu Tengdamömmu afmælisgjöf og borðuðum vöfflur. Brunuðum í bæinn og erum svo að fara passa 20 börn í brúðkaupi í Iðnó í kvöld.
Gaman Gaman !