keyrt á widget\\\
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Náði mér í þrælsniðugt widget frá blogger sem ég er einmitt að pikka á núna.
En ég sakna allra hjálpartækjanna eins og "linkmakersins", er alveg lamaður án hans.
Þá er bara að fara leggja á minnið allt herf=",
ofl. skemmtilegheit.
Nýji Goldfrapp er annars kominn í hús og er mergjaður, svo mikið músíkalskri og hlustunarvænnni en hinir, tala nú ekki um þann elsta.
En jæja, þá er bara að pósta og sjá hvort þessi langfdregna færsla kýlist ekki í gegn.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
einnar nætur stand\\\
250gb diskur er kominn í hús hingað í Stigahlíð 59 og tölvan mín unnið sem aldrei áður. Gluggar opnast og lokat með einum smelli, ójá, gerir mér lífið fáranlega auðvellt þegar allt draslið er komið á meðfærilegan flakkara.
Það er byrjað átak í Stigahlíðinni, ekki nóg með að tölvan hafai fengið að missa aukakílóin heldur erum við hjónin vonandi að missa nokkur líka, sundferðir eru háðar á kvöldin eftir vinnu og núna er verið að borða gulrætur í stað súkkulaðis með sjónvarpinu.
Helgin var langt frá því að vera tekin í slíka hollustu, menn voru duglegir að súpa og mættu þ.a.l. í party til Þórdísar Nadiu. Myndir af því er að finna hér.