mánudagur, ágúst 16, 2004
msn.. netruglingur\\\
Tölvan mín er með uppsteit þessa dagana, vill meina að ég hafi stimplað vitlaust password þegar ég reyni að tengjast msninu mínu. Hún vill heldur ekki hleypa mér inn á heimabankann minn hvað þá að ég megi skoða emailinn minn.
Hef hatað tölvuna mína frá upphafi, eintómt vesen. Held reyndar að ég hafi aldrei heyrt neinn talað um hve góð tölvan sín sé, eingöngu kvart.
Hata það lika að ég hef aldrei kynnst neinum sem kann allt á tölvur, einhvern sem ég gæti hringt í, hann/hún komið yfir og komið hlutunum í lag.
Hvort ætli það sé betra að synda í sundbúning eða sundbuxum ? Ætla mér að skrifa ritgerð um spillingarmál Ólympíusambandsins á næstu önn, þarf að taka söguáfanga í annað skiptið, held að ég slái þessu bara upp í kæruleysi og hafi gaman að þessu.
Einn vinnudagur eftir svo byrjar ballið !