sunnudagur, júní 13, 2004
gærkvöld\\\
Í gær hringdi ég í adda og bað hann um að smella powersupplytenginu í samband við vélina því ég og Gunni værum á leiðinni yfir til hans með bjór og litla DVspólu sem innihélt selfossferðina óklippta.
Lágum svo öll í kasti fram eftir kvöldi, við strákarnir, mamma Adda og báðar systur hans, horfandi á okkur Arnar gefa svokallaðan statusreport og étandi klósettpappír á klósetti HótelSelfoss.
Okkur var svo boðið í party í húsið við hliðina, engin önnur en Ásta sem bauð en hún á einmitt stað hér í linkabunka síðunnar. Skelltum okkur svo í bæinn en þar hitti ég Selmu sem búin er að vera á flakki durch Europa í hálft ár eða svo, þessi blessaði flæmingi klikkar aldrei þegar skemmtun er annars vegar.
Við Gunni hittum svo Hannes á gatnamótum Laugavegar og Lækjagötu um 05leitið eftir að hafað gert dauðaleit að leigubíl. Alltaf gaman að hitta nagginn, eins og vanalega bailaði hann á okkur, sagðist þurfa að hlaupa og hitta verslóvini en mig grunar að hann hafi átt von á fríu fari í Austurstræti. Seinast hljóp hann úr leigubílnum á ljósunum á milli Seljahverfisins og Bakkanna án þess að borga.
Fæ mitt fyrsta frí á þriðjudag ef Guð leyfir, þarf að ganga frá fáeinum stöðumælasektum, einni sem ég er búinn að bíða svo lengi með að borga að eftir mánuð eða svo á að bjóða bíl ömmu minnar upp á Vöku.