mánudagur, maí 31, 2004
telly\\\
Ætla að fá mér nýtt sjónvarp í sumar því gamla philipssjónvarpið mitt gaf sig rétt fyrir Eurovision. Svo er spurning um að fá mér sjónvarpskort í vélina. Efast samt um að ég nenni alltaf að hanga fyrir framan tölvuskjáinn þegar ég horfi á sjónvarpið þó svo að sá kostur margborgi sig.
En talandi um sjónvarp þá get ég ekki beðið eftir að Shield byrji aftur. Og hvað er málið með að sýna Curb Your Entusiasm kl. 12 að hádegi ? Er það ekki nágrannatími ?
Annars er það bíó í kvöld, ætlum nokkrir á Ekki á morgun heldur hinn.
Elska stórslysamyndir svo spennan er í algleymingi hérna megin.