sunnudagur, maí 16, 2004
Guðjón í OZ? Nei Gunni í Ol\\\
Vægast sagt skrautleg helgi. Löggðum í hann uppúr 16leitið á bílnum hans Óla austur fyrir fjall. Tókum okkur góðan tíma í þetta, komum við á Selfoss og keyptum á grillið.
Vorum búin að koma okkur fyrir í bústaðnum á slaginu 18. Gunni hafði tekið með sér þetta fína læri sem við grilluðum, vorum þó ekki alveg viss með eldunaraðferðina á þessu svo Gunni sá algjörlega um þetta. Maðurinn var svo orðinn frekar drukkinn og byrjaður að snúa lærinu of oft, álpappírinn byrjaði að rifna af kjötinu og á endanum urðum við að taka það af. Gátum svo aðeins borðað yrsta lag lærisins. Sannarlega Maximum Rare Gourmet.
Afmælið heppnaðist svo drulluvel og sér nú Þórdís Nadia um þann pakka sem hægt er að renna yfir hér.
Daginn eftir hélt ég til Abbýar í Eurovisionparty, gífurleg stemmning á þeim bænum. Fylgdist lítið sem ekkert með keppninni sjálfri. Dönsuðum nokkur við FutureShock með Herbie Hancock í stað þess að horfa á úrslitin. Langt síðan ég hef dansað svona mikið.
Búinn að sofa í allan dag, vinnan byrjar einhverntíma í næstu viku svo það er um að gera að njóta frísins sem best.