þriðjudagur, apríl 27, 2004
slen og slurp\\\
Sleikti upp hvert rassgatið á fætur öðru í dag þegar ég stóð fyrir framan kjörklefana að biðja fólk um að kjósa mig í formann ljósmyndanefndar í dag. Örugglega ekki ólík líðan og Gísli Marteinn upplifir á hverju laugardagskvöldi í kringum 20leitið.
Annars er ég byrjaður að læra undir íslenskuprófið sem verður háð á þriðjudaginn kemur.
Er búinn að vera óttalega tuskulegur seinustu sólarhringa, veit ekki afhverju þessi blessaði tuskulegháttur stafar en grunar að það hafi eitthvað við sólhringsvökuna seinasta föstudag að gera.
kosningavaka í kvöld í hátíðasalnum, bara vonandi að þessi sleikjuskapur hafi virkað.