föstudagur, apríl 09, 2004
Siggló\\\
Skrapp skyndilega til æskuslóða minna, Siglufjarðar, á fimmtudaginn.
Tók með mér snjóbrettið og skellti mér upp í fjall. Hef ekki stigið á brettið í meir en eitt ár og viti menn, ég hef engu gleymt.
Þessir tveir dagar voru hreinn unaður, alltaf nóg að éta, bilað færi upp í fjalli og ég veit ekki hvað og hvað.
En svo tekur bara vinnan við á morgun, ætla samt að reyna koma mér á eitthvað rall eftir vinnu, ábendingar eru vinsamlegast þakkaðar.