sunnudagur, apríl 18, 2004
pápi\\\
Náði í foreldra mína á Nordica Hotel kl 03 í gærnótt.
Það var þónokkuð mikið stuð á liðinu enda ekki oft þar sem þau skella sér á rall.
En þegar við göngum útaf hótelinu mæti ég stelpu sem var með mér í FB fyrir löngu síðan...
stelpa: nei hæ, langt síðan ég hef séð þig.. varstu ekki með mér í félagsfræði og e-ð?
brynjar: jú svei mér þá, bíddu.. ertu hætt eða ?
stelpa: já maður var....
*á milli okkar kemur faðir minn í annarlegur ástandi*
pabbi: nei ! Brynjar minn, þessa verðuru að næla þér í
*stelpan roðnar og ég gef pabba augað*
stelpa: hehe (kreistir úr sér hlátur) já ég.. ehh.. verð eiginlegna að koma mér
brynjar: já heyrðu við bara.. sjáumst
*tek svo harkalega í pabba á meðan hann liggur í hláturskasti*
Pabbi er góður í hófi.. sérstaklega í ástandi sem þessu