fimmtudagur, apríl 29, 2004
mannréttindabrot\\\
Foreldrar mínir hafa brotið alvarlega af sér, netið heima hefur verið laggt niður svo ég geti lært betur undir prófin sem eru á næsta leiti. Svo núna hangi ég á bókasafni skólans eða niðrí matsal skólans til þess að komast á msn, blogga eða taka daglega vafrhringinn minn. En það sem er uppi er að ég var kjörinn formaður L.nefndar, Maggi, Albert & María verða svo undir minni stjórn næstu önn og mun ég stjórna þessum viðvaningum harðri hendi.
Strax eftir próf fer ég svo í ammæli til GunnaOl sem verður haldið uppí bústað hans fyrir austan fjall, eflaust mikið jammerí þá. Annars átti HannesÞór ammæli í fyrradag að mig minnir og óska ég honum innilega til hamngju með 20árin.