þriðjudagur, mars 23, 2004
nörd\\\
Leið og sólin hættir að skína byrja ég að nördast, náði mér einhverja viðbót við messengerinn minn sem er búinn að gera allt vitlaust hérna á heimilinu. Náði mér t.d. í auka viðbót við viðbótina í dag sem virkar þannig að tölvurödd ekki ósvipuð microsoft speechröddinni segir allt sem ég hef skrifað hjá mótakandunum hinum megin, bara synd að maður þarf að skrifa á ensku svo hún virki almennilega.
er að hugsa mér að fá mér slatti stóran disk í tölvuna, er með soddann titt (12GB) og er orðinn drulluþreyttur á því.
veit ekki hvort ég geri eitthvað meira, stækki vinnsluminnið.. annað kemur bara í ljós. Fer eftir þeirri upphæð sem verður millifærð á mig næstu mánamót.
gummi says:
Sæll og blessaður *seil ógg blísídúr*
brynjar ýmir says:
já góðann og blessaðan daginn *jau góden ógg blísaiden degin*