þriðjudagur, mars 02, 2004
leiðindi á leiðindi ofan\\\
Ansans nefndin mín er alltaf busy, Addi að læra undir próf og Öli að keppa
Verð þessvegna að fara einn og yfirgefinn í Austurbæ að filma efni sem á svo að prýða trailerinn fyrir sýninguna
Sá myndbandið við Vegið Er Enn Á Ný í dag og fékk gæsahúð, dansatriðin með þeim flottari sem ég hef séð lengi
Annáll verður eflaust ekki á dagskrá hjá okkur félögunum ef þetta heldur svona áfram...
Canontökuvélin okkar gaf sig í dag, liðurinn frá auganu yfir í vélina brotnaði og hangir núna á snúrunum einum saman sem þýðir einangrunarteip og tonnatak.
Ég er ekki fúll útí ykkur strákar, heldur bara fúll, eða já, eitthvað.