laugardagur, desember 27, 2003
músaík\\\
Gerðist svo sniðugur að gefa pabba diskinn dialog með Steintrygg í jólagjöf, pabbi gamli er nú gamall trommari og ætti að fýla þetta, kannast einnig eitthvað við Steingrím, annan meðlim bandsins en viti menn.. diskurinn hefur ekki komist útúr geislaspilaranum mínum síðan á aðfaranótt aðfangadags.
Þvílíkt og annað eins meistaraverk, tveir bestu trommarar landsins í þvílíkum ham.. gerist ekki mikið betra held ég
Skellti mér í búðarferð áðan, fjárfesti í nýjum buxum og bol auk þess að kaupa mér disk sem hefur verið lengi á óskalistanum mínum. Bara steingleymdi að biðja um hann í jólagjöf.
Gaman að sjá hve mörg þjóðerni hafa leitað á þessa blessuðu síðu að undanförnu, belgía, noregur, frakkland og svona mætti lengi telja !
Annars á eitthvað að gerast í kvöld, ætlum að stefna að því að hittast allir strákarnir en eitt er víst það veit nú enginn.