laugardagur, júní 14, 2003
Menningakvöld gott\\\
Í kvöld hélt menningahópurinn góði uppá kvöldið heima hjá GunnaOl, Valur mætti í þetta skiptið og ekki amalegan grip þó gátum við ekki hlustað á hans framlag því Árni gerði gott betur og mætti með glóðvogan disk Radiohead, Hail to the thief, og var diskurinn spilaður í gegn meðan rætt var um bíómyndir og þvíumlíkt... held bara að það hafi ekki getað orðið mikið menningalegra ! Héldum svo allir heim til Hlyns í mjög svo skrautlegt party.
Morgundagurinn byrjar snemma hjá Binnanum, dósatalning og áfengisferð í fyrramálið sem endar svo með léttu og laggóðu bjórþambi í kjallaranum...