þriðjudagur, júní 17, 2003
June 17th.\\\
Skellti mér í smá göngutúr um bæinn áðan eins og svo margir aðrir og hafði gaman að. Stemmningin ekki alveg á heimsmælikvarða en svona nærrum því. Fólk rennandi blautt og annar hver maður talandi um hvers vegna í andskotanum þetta þyrfti alltaf að vera svona á 17.júní. Afhverju ekki bara að hafa eina laglega samkomu þar sem góða veðrið yrði hverju sinni ? Þá yrði allt mikið einfaldara held ég. Svo eru víst tónleikar í gamla góða UXAtjaldinu, alveg ótrúlegt hvað þetta blessaða tjald ætlar að endast en þrátt fyrir það held ég að maður eigi þó eftir að skella sér. Óvenju slöpp dagskrá en ekkert slor, um að gera að halda 17.júní nógu helv... hátíðlegan !
Iceland's Hottest Pop-Secret ; Leoncie will be performing live at Arnarhóli at 22.05 pm on 17th June 2003 Tuesday - Icelandic Independance Day.