laugardagur, maí 10, 2003
X-Djamm\\\
Skellti mér í fríann bjór í gærkvöldi á Hverfisbarinn, bjórinn var í boði sjálfstæðismanna og líkaði mér það vel þó var einn leiðinda hængur á, ég var á bíl og varð að láta mér nægja Framsóknarís seinna um kvöldið. En á Hverfis var fínt, sat þarna ásamt góðu fólki og lítið var talað um "hvað ætti að kjósa á morgun" því það held ég að hafi verið alveg augljóst. Kveðskaparkeppni hófst milli mín og Vals og Geir Haarde slóst í samræðurnar milli mín og Guðna enda maðurinn orðin fyllri en Ingvi (bingó bjössi) Hrafn. En kvöldið í kvöld er algerlega óráðið, væri meir en til í eitthvað húllum hæ ef það býðst...