fimmtudagur, maí 29, 2003
\\\
Fyrirsögnin hér að ofan segir allt sem segja þarf... Ekki baun í bala hægt að gera á degi sem þessum. Ætlaði að athuga orlofið mitt en nei, allt lokað. Sletti þó ærlega úr klaufunum og lap (er að meina þátíðina af sögninni lepja) ís ásamt Gumma í sumarsólinni líkt og margir aðrir. Byrja að vinna á sunnudag, guð sé lof. Skyndihjálpanámskeið á morgun kl. 0900 og um að gera að koma sólarhringnum á gott ról svo maður geti vaknað á skikkanlegum tíma.
Vóóó... svo er föstudagur á morgun sem þýðir ferskeitla um edrúisma...verið rétt stillt.