föstudagur, maí 16, 2003
Föstudagsferskeytlan\\\
Vísan að þessu sinni var samin á Hverfisbarnum þar sem skemmtikvöld Sjálfstæðismanna var haldið kvöldið fyrir kosningarnar.
Valur kemur með þessa fína en strembna fyrripart
Sitjum hér á Hverfisbarnum,
Sjálfstæðisflokkurinn bíður bjór...
Ég botna svo ansi skemmtilega og þó með hjálp Heiðu
...HEY, hver kveikti á ansans arnum ?
þessi flokkur er ansi sljór.
Eins og gefur að skilja voru menn orðnir ansi ölærir á þessum tíma, en það er bara skemmtilegra !