mánudagur, maí 26, 2003
Aðgerðaleysi\\\
Þegar lítið sem ekkert að gera hjá manni er alltaf gott að dunda sér við það að ná í góða tóna... Skellti mér á WARPrecords eða leibúlið sem gefur út Aphexinn og alla hina kappana og já, tölvan er yfirfull af góðum tónum. Hef aðalega verið með fókusinn á bandi sem kallar sig Seefeel en það uppgvötaði ég er við Árni settumst niður í 12tónum og hlustuðum á nýjasta stykki Aphexins, 26 mixes for cash og sötruðum expressó með. Annars er þessi síða WARPmanna sjúkleg, flashið í algleymingi og vídjóverkin öll til sýnis og eru þau einnig afbragð góð !