mánudagur, mars 17, 2003
Undur og stórmerki\\\
Já þessir nýliðar innan bloggheimsins poppa upp eins og ég veit ekki hvað !? Nú var hann Óli vinur minn að byrja með sína fyrstu síðu í dag og vona ég að hún verði til ennþá á morgun (yrði mjög líkt honum ef hann myndi óvart reka sig í takkann "Delete this website") því við megum eiga von á mörgum góðum sögum frá honum í framtíðinni. Annars er ég að fara fá mér einhvern góðann breiðbandspakka svo ég geti fengið stríðið í Írak beint inn í stofu til mín, nei...maður á ekki að líta á þetta stríð sem skemmtun...heldur vitlausa dellu sem skapast hefur vegna heimsku Bush Bandaríkjaforseta.