laugardagur, mars 22, 2003
Hver helduru að vinni?\\\
Á þessari spurning var ég kominn með ansi mikið leið á í gær, svona svipað mikið leið á og þegar heildarstigin í ræðukeppni eru gefin og allur salurinn segir í kór "issss" "aaahh" eða "vóóó" ! Kom í seinni hluta keppninnar og var mjög svo sigurviss eftir að hafa séð hann, en annað kom uppá daginn...Versló vann, samasem léleg stemmning á bjórkvöldinu á L.A. En þegar á L.A. var komið var stemmningin ekki eins léleg og ég hafði hugsað mér, staðurinn var þó hálftómur en meginhluti fólksins þar inni var danskt en það var bara þónokkuð gaman að því, alltaf gaman að ryfja upp orð á borð við opgevelse og muligheder. Svo ég skemmti mér konunglega á bjórkvöldinu en annað er að segja um bæjarferðina, eftir að hafa verið aðeins inná Solon skellti ég mér á Prikið, spurður um skilríki, kennitölu en viti menn, ég byrjaði að raula upp mína kennitölu og var þannig ýtt út og skillinu hent í ruslið...hafði þá týnt megin þorra vina minna en hafði Dóra þó backup sem skaust með mig heim í rúmið.
Gærnóttin fær 7,0 í einkunn hjá mér þrátt fyrir skilríkismissinn minn...