fimmtudagur, mars 20, 2003
Góður dagur fyrir veiki\\\
Í dag er ég veikur, og ekki amalegur dagur til að vera veikur á...í staðinn fyrir að þurfa að horfa á Oprah eða Glæstar Vonir getur maður horft á BBCworld og fylgst með stríði sem meikar ekki einn einasta sens. Er búinn að horfa á þetta síðan kl. 0700 í morgun og er búinn að glápa agndofa síðan, hver þjóðin á fætur annari er búin að lýsa andstöðu sinni á stríðinu og Donald Rumsfeld skeit á sig á blaðamannafundinum áðan. Skrítið samt hvernig Vladimir Putin kom öllum á óvart með ræðu sinni í morgun þar sem hann sagðist ekki skilja árás Bandríkjamanna og Breta í Írak, hann hafði lítið sem ekkert látið í sér heyra á meðan öryggisráðið var að gera upp hug sinn. Allir velta fyrir sér spurningunum: hverjir sópa upp eftir Bandaríkjamenn, hvaða þjóð á að senda hjálparlið, hverjir verða eftirmálarnir ?! Held að Bandaríkjamenn hefðu mátt vinna heimavinnuna örlítið betur áður en þeir dembdu sér í þessa árás...!
Held að heimurinn sé á góðri leið með að klofna...