laugardagur, febrúar 15, 2003
nei, nú er nóg komið\\\
Er ekki frá því að Droplaugameðlimirnir séu orðnir duglegri en ég í blogginu, byrjaðar að blogga 2 - 3 á dag. Annars skemmti ég mér sérlega vel á fimmtud.kvöldið, mikið gaman og mikið grín. Hélt smá fordrykk hérna í vínkjallaranum og skellti mér svo með fríðu föruneyti útá L.A. ! Skemmti mér agalega vel þarna, kunni vel við tónlistina og mannskapinn. Vil svo endilega þakka Árna fyrir að hafa dregið mig með í hið árlega "PartyTrix" okkar félaga þarna í gær...! GunniOl fór á kostum, datt oftar en ekki flatur á jörðina, byrjaði svo að nota sinnepsdunkinn útá Select sem hríðskotabyssu á alla sem stóðu við borðið og var síðar tekinn á teppið af skemmtanastjóra L.A. Café's fyrir að reyna nota diskókúluna á staðnum sem blakbolta, Óli byrjaði að leika Gollum og ég hrinti nærrum því bókastandinum á Select niður eftir mikinn "tómatsósubardaga" sem háður var inná milli búðarhillnanna !
Jú, oftar en áður...gott kvöld í alla staði