fimmtudagur, janúar 30, 2003
Royalbúðingur\\\
Var að enda við að éta einn slíkann rétt í þessu en þá var mér hugsað til sjónvarpsauglýsingar sem var mikið í spilun árið 97-98 minnir mig. Hún innihélt myndbrot úr frægum hjólabrettamyndböndum og söng íslensk rappara sem var einhvernveginn á þessa leið ,,nú er öldin önnur, nú er öldin önnur...ROYAL BÚÐINGUR'' ! Þetta var allaveana alveg mögnuð auglýsing, beint á unglingamarkaðinn og átti að vera voða rebel !
Myndi gera allt til þess að fá að sjá þessa auglýsingu aftur...
þriðjudagur, janúar 28, 2003
Lurkum laminn\\\
Skellti mér á smá 80's jammerí í gær ásamt 84'hópnum. Byrjuðum hér í vínkjallaranum og enduðum svo að lokum í partyi hjá einhverri Bryndísi að mig minnir þar sem samankominn var góður hópur af fólki á borð við Hlyn, Elwar og Árna...mikið brugðið á leik get ég sagt ykkur ! Annars endaði kvöldið inná einhverjum stigagangi Löngu vitleysunar en þar lenti ég einmitt í bardaga við annan Droplaugameðliminn hana Selmu
sunnudagur, janúar 26, 2003
Bíóferð\\\
Fékk Hannes til að plata mig með sér í bíó í gærkvöldi, skelltum okkur á Jackass the movie sem var guðdómleg skemmtun. Annars er alltaf jafngaman að fara með Hannesi í bíó, þá er mikið pælt í auglýsingunum á undan myndunum og trailerunum líka, svo fær maður að horfá myndina með allt öðru sjónarhorni...þ.e.a.s. frá sjónarhorni vídjóáhugamannsins Hannesi. Annars kom nýjasta kókauglýsingin á undan myndinni (þar sem piltur situr með vasadiskó og horfir á vinnukarla uppá stillönsum) og mér er óhætt að segja að þetta er fjandi góð hugmynd, bara verst hversu illa hún er útfærð.
föstudagur, janúar 24, 2003
Pétur módel\\\
Var bent á þessa hörku góðu mynd af honum Pétri á reyklaus.is. Tekur sig bara helvíti vel út drengurinn...! Hef alltaf vitað að hann myndi enda í módelbransanum, við skulum bara vona að hann eigi eitthvað eftir að endast þar, enda mikið augnakonfekt þarna á ferð.
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Einn heima
Já, það jafnast ekkert á við það að vera einn heima í 2 vikur,...er búinn að vera einn heima núna í eina viku og ég strax orðinn sokka - og nærbuxnalaus...!
Spurning hvort ég noti ekki e-ð af sparifénu í eitt stk. ræstikonu !?
mánudagur, janúar 20, 2003
Gúllíver\\\
Fengum þessa mögnuðu hugmynd í skólanum í dag, ég, GunniOl og strákarnir. Við erum nebblega að pæla í því að opna síðu sem tileinkuð er hundinum hans GunnarÓla. Hann Gúllíver eða Gúlli eins og hann er kallaður var að stíga upp úr veikindum á föstudaginn en hann hafði þá verið sárþjáður í 2 vikur eftir erfiða og flókna endaþarmsaðgerð !
Vonandi að þetta gangi í gegn...!
sunnudagur, janúar 19, 2003
pary pary\\\
nú eru allir mættir í kjallaraholuna góðu að drekkandi af sér rassgatið...hann Árni og Dóri (sem skoraði á móti íslandsmeisturunum í MFL.(KR)) eru í góðu glensi !
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Þetta er til háborinnar skammar\\\
Ekkert blogg í marga daga...fékk sjokk þegar ég tjekkaði á því hvenær ég bloggaði seinast ! Er nú mikið fyrir bloggið, blogga oftast nær á hverjum degi...en nei, núna var ég bara búinn að gleyma því að ég væri með bloggsíðu !
Mæli með því að ef ég hef ekki bloggað lengi þá getiði skoðað gamla bloggið hérna til hliðar..alltaf gaman að því...!
laugardagur, janúar 11, 2003
árekstur\\\
Skellti mér í helvíti góðann árekstur þeim Óla, Dóra og Gumma áðan á ljósunum hjá Sprengisandi...!
Ætla mér ekki að lýsa árekstrinum hér, heldur bjó ég til einfalda skýringamynd til skýra málið.
föstudagur, janúar 10, 2003
leikur við hvern sinn fingur\\\
Fann þessa frábæru mynd af honum Hannesi á Verslósíðunni áðan og ég er enn í hláturskasti !
fimmtudagur, janúar 09, 2003
hahahaha\\\
af þessu getum við Óli hlegið af
miðvikudagur, janúar 08, 2003
long tæm nó sí\\\
Er búinn að læra af mér rassgatið seinustu daga, var upp á Þjóðarbókhlöðu í dag frá kl. 1100 um morguninn til klukkuna að verða 2100 um kvöldið. Já, þið megið kalla þetta geðveiki en í þetta skiptið ætla ég að ná þessum fjárans einkaflugmannsprófum...!!
sunnudagur, janúar 05, 2003
Hefndin er sæt\\\
Var að velta því fyrir mér að byrja að sprengja núna og hefna mín ærlega á leiðinlegu nágrönnunum mínum hér í kringum mig...! Á dágóðann slatta af sprengjum eftir svo ég sé lítið til fyrir stöðu en að byrja hefndina miklu !!
LEIÐINLEGU FELLARAR....HÉR KEM ÉG...
laugardagur, janúar 04, 2003
allt svo auðvelt á Makka\\\
Var að skoða síðun mína í makka áðan og ég fékk hálfgert sjokk...hún kemur alveg hræðilega út miðað við hvað hún lítur nú vel út í PC...!
Sjáiði bara hryllinginn
fimmtudagur, janúar 02, 2003
Myndir og myndvél\\\
Já, það er eins gott að stafræna myndavélin hans Árna hafi fundist eftir hann týndi henni á gamlárskvöld því á henni voru myndir sem voru algerlega ómetanlegar...! Annars mæli ég eindregið með því að þið tjekkið á þessum myndum hans á gaffli.blogspot.com.
miðvikudagur, janúar 01, 2003
Ár Gleðilegt\\\
Vill óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær og til sjávar og sveita Gleðilegs Nýs árs...og Þakka kærlega fyrir það gamla...!
Lifið heil