þriðjudagur, júlí 09, 2002
Bæklaður bæklingur\\\
Þegar ég vaknaði í morgun og settist við morgunverðarhlaðborðið mitt fletti ég nýjasta Hagkaupsbæklingum.....og viti menn, þegar ég hélt að ég væri að koma að nærfataopnunni blasti við mér ótrúlega hallærisleg opna ! Nei, ekki peysur sem hétu DKNU eða TommyHilflynger heldur hljómsveitin BER ! Ójjj, hvað þetta er alveg mega hallærisleg tilraun hjá þeim til þess að koma sér á framfæri ! Hljómsveitin var saman komin í Hagkaupsfötum en fyrir neðan hópmyndina var dagskráin þeirra næsta mánuðinn ! Þetta er alveg séríslenskt fyrirbæri ! Ekki séns að amerísk hljómsveit, segjum Garbage myndi einhverntíman pósa í bækling SevenEleven aðeins til þess að auglýsa næsta hljómæeikatúr ! Þó er alltaf gaman að hafa svona lið sem er halló, það gefur jú, lífinu lit !
///spurning hvenær maður fer að sjá hljómsveitina Á Móti Sól pósa í næsta BT-bækling....ég get ekki beðið !