laugardagur, maí 04, 2002
Svo miklu, miklu meira\\\
Hafiði tekið eftir því hvernig náunginn sem á lokaorðin í nýjustu auglýsingu Landssímans er gerður krimmalegur? Alveg týpískt, fyrir framan Aspafellsblokkina með hettu og alles ! Þó er þetta mjög góð auglýsing og sniðug ! Ég gef henni 4 og hálfa af 5 mögulegum, ekki út af "fellaranum" heldur út af laginu í endann. Þeir hefðu frekar bara átt að nota bara ekta ChemicalBrothersLag í staðin fyrir svona lélega eftirlíkingu.
Heyrðu, ég var að fá eina huggu (hugmynd) - Ég gæti verið með svona Auglýsing Vikunnar hérna á síðunni ! Uss, ég kem mér sífellt á óvart.