miðvikudagur, maí 29, 2002
I've been down that road...\\\
Í gærnótt prófaði ég að horfa á einn AllyMcBeal þátt. Hef aldrei haft úthald í að horfa á heilan þátt en reyndi það í gær, og viti menn það tókst ! Ég efast um að ég gæti horft á annan þátt í kvöld eða í nótt því þetta er alveg hörmulegur þáttur ! Svo koma alltaf einhver svona ömuleg atriði sem gerast inn á almenningsalerni, dæmi: Ally gengur inn á klósett og kemur að krullótta lögfræðingnum dansandi við Barry White músík og allt verður voða vandræðalegt. Þetta sama atriði kemur oftar en 2 í sama þættinum, svo fer það mjög mikið í taugarnar á mér þegar kvennkynslögfræðingarnir kvæsa eða urra á hvorn annan, allavegana mæli ég engan vegin með AllyMcBeal, hvað þá tónlist þáttarins !
///Ég er ekki frá því að ég er byrjaður að sakna Seinfelds of mikið...!