föstudagur, maí 24, 2002
Dance With Me\\\
Þegar ég var að fletta í gegnum Moggann í morgun þá rakst ég á mynd af danspari í einhverri keppni. Þá fór ég að pæla, ætli það sé skylda að hafa farið í a.m.k. 20 ljósatíma áður en keppt er og ætli dansskólar séu með sérsamning við ljósastofur bæjarins ? Endilega sendið mér línu ef þið eruð e-ð fróðari um þetta en ég !