Sushi+Bjór
föstudagur, mars 07, 2008
Er búinn að vera skvera allt til heima við seinnipartinn í dag og dauðlangar í Sushi og bjór eftir allt erfiðið. Erum að tala um að ég handþvoði meira að segja koddana okkar.
Gekk þó ekki eins langt og neminn sem þreif inni hjá Seinfeld í samnefnum þáttum sem þreif svo vel að hann skrúbbaði meira að segja lokin á þvottaefnisbrúsunum.
Jæja, þá er bara að koma sér í gallann þar sem við eigum stefnumót við Óla og Söndru í kvöld.