Alltaf á bremsunni
miðvikudagur, mars 05, 2008
Tókst það ómögulega í gær (með dyggri hjálp föður míns auðvitað) að skipta um bremsur á Renault - inum mínum.
Gekk hálfbrösulega til að byrja með, vissum óttalega lítið út í hvað við vorum að fara en svo fyrr en varði var ég að leggja seinasta boltann í felguna eftir að hafa komið seinna framdekkinu aftur á.
Pabbi kallinn fór svo undir hnífinn í morgun og lét fjarlægja úr sér liðþófann í hnénu svo ég er hræddur um það að við séum sannkallaðar hetjur !