Status Check
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Árshátíðin var virkilega skemmtileg. Skemmtiatriðið var vægast sagt tryllt, en þar var Ólafur Arnalds búinn að útsetja Cry me að river með Justin fyrir 8 strengi. Þvílíkt og annað eins ! En það má sjá og heyra hér
Enduðum svo í frumsýningapartyi í þjóðleikhúsinu en eitthvað rugluðumst við á hurðum svo að mér tókst að rífa jakkafötin mín og Björgu tókst að rispa á sér kálfann.
Álftamýrisvinir okkar gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu sér til Lundúna í morgun og á meðan gerumst við Björg fósturforeldrar Ástu á meðan, eða fram á miðvikudag og gengur það eins og í sögu, a.m.k. eftir fyrstu nóttina en þá held ég að hún hafi verið pínulítið ringluð eftir að hafa skriðið upp í og séð okkur hrjótandi í rúmi foreldra sinna.