Litun og Plokk
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Var að komast að þessari ótrúlegu uppgötvun í gær. Málið er að ég á dökkbláan, langerma Lacoste bol sem ég hef átt í að ég held 3 ár. Bolurinn var byrjaður að láta svolítið á sjá, hann er ekki alveg eins dökkur og þegar ég keypti hann svo í gær skellti ég mér í Þorstein Bergmann á Skólavörðustígnum og keypti svart litarefni.
Og nú er bolurinn eins og nýr eftir að hafa fengið að fara nokkra hringi í vélinni upp í Torfufeli meðan fjölskyldan snæddi saltkjöt og baunir og spjallaði við Svíþjóð í myndsímtali.
Og það sem gerði útslagið var að ég fékk meirað segja klippingu hjá henni móður minni.