Styttist í brottför
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Nú förum við að leggja í hann hvað úr hverju norður til Húsavíkur til þess að fara í jarðaför Jóns Árnasonar eða afa Jóns.
Fyrirhuguð brottför var kl. 1600 en þar sem áríðandi kall kom úr vinnunni hennar Bjargar varð hún að hlaupa til og láta mig um að pakka og lesta, svo undanfarnar klukkustundir hef ég verið með handfrjálsan í eyrunum tínandi til eftir kúnstarinnar reglum stjórnandans.
En planið er svo að koma við á bensínstöð áður en við leggjum í hann til þess að kaupa sitthvað til þess að narta í á leiðinni, og þá er ég að tala um nammi af „dönskum sið“.
Reyni að vera duglegur í farsímablogginu meðan á veru okkar stendur þarna fyrir norðan.