Kætrönner
mánudagur, janúar 14, 2008
Mér var boðið á "óvissustefnumót" í gær af henni Björgu.
Kom mér svona svakalega á óvart og bauða mér á Flugdrekahlauparann. Stóð svo fyllilega í þeirri í meiningu að hún væri ekki einu sinni búinn í framleiðslu þegar hún sýndi mér miðana í gær.
En mikið svakalega var hún góð, leikstjórinn fer vandlega eftir bókinni og flestöllum smáatriðum fylgt eftir.
Endilega skoða trailer hér
Annars byrjar skólinn með látum, svo það er ansi slæmt að hafa verið með flensu fyrstu vikuna. Svo nú er bara að fara horfa á hljóðfyrirlestrana sem teknir eru upp í þeim tímum sem ég missti af: sem er stuð.
Dæmi:
Kennari ,,...já, og einmitt þannig virkar pointerar í stacktrace"
Nemandi ,,já, en er...(þögn)..erfitt..(þögn)..hv..(eitthvað smá skvaldur)"
Kennari ,,Já nákvæmlega !! Og eimitt svona spurning gæti mjög líklega komið á prófi"
Ég (sem sit við vélina inn í miðjum lessal) ,,Frábært!!"