A, B, C...
þriðjudagur, desember 04, 2007
Er eitthvað voðalega latur við að pósta þessa dagana. En..
A) Ég er næstum því alfarið búinn að færa mig yfir á Flickr-ið með bloggið, eða þ.e. myndabloggið. Ótrúlega gaman að vera kominn með síma sem er með öflugri myndavél og almennilegu flash-i -> Endilega að skoða það hér. Mun auðveldara, enda mun minni "kreistingur" sem fer í það að finna eitthvað til þess að skrifa um.
B) Mæli með að allir fari á þessa síðu hér, skoði hverjar fara með bakraddir og hlusti svo á lagið. Reyni svo að fylgjast með næstkomandi Kastljós - þáttum þar sem lagið verður frumflutt.
C) Allir þeir sem hafa áhuga á skáldskap og almennum húmor geta svo snarað sér á þessa síðu sem ég bjó til í kringum vísbendingarnar sem notaðar voru í afmælispakkaratleik þegar Björg átti afmæli. Mjög mikil pressa var kominn á mig um að senda þessar vísur í tölvupósti, og því ákvað ég barasta að fikta í iweb í staðinn, sem er skrambi flott forrit.